Innlent

Málþóf gæti eyðilagt Mývatnsferð

Aðalheiður Ámundadótttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn í Mývatnssveit um miðjan júní - að því gefnu að þingið hafi lokið störfum.

Sumarfundirnir eru haldnir á landsbyggðinni en í fyrra fundaði stjórnin á Snæfellsnesi og hitti við það tækifæri sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Sveitarfélögum á Eyþíngssvæðinu í nágrenni Mývatns hefur verið gert viðvart um fyrirhugaða komu stjórnarinnar.

Heimildir blaðsins herma að tvær grímur séu þegar farnar að renna á ráðherra í ríkisstjórn. Mögulega þurfi að blása fundinn af vegna tafa sem eru að verða áþinglokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×