Sterkt viðskiptasamband Liam Fox skrifar 30. maí 2019 07:45 Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun