Fótbolti

Í sjöunda sinn á HM og sú elsta til að taka þátt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Formiga í baráttunni í dag
Formiga í baráttunni í dag vísir/getty
Brasilíska goðsögnin Formiga skráði sig heldur betur í sögubækurnar í dag þegar hún lék allan leikinn á miðju Brasilíu þegar liðið vann 3-0 sigur á Jamaíka í fyrstu umferð HM í Frakklandi.

Formiga er að taka þátt í lokamóti HM í sjöunda sinn og eignar sér þar með met sem hún deildi áður með Homare Sawa sem tók þátt í sex lokamótum með Japan.

Formiga var í landsliðshópi Brasilíu á HM í Svíþjóð árið 1995, þá 17 ára gömul en hún er í dag 41 árs og 98 daga gömul sem gerir hana jafnframt að elsta leikmanni til að spila á HM kvenna. 

Elsti leikmaðurinn til að spila í lokamóti HM karlamegin er Essam El-Hadary en hann var 45 ára og 161 daga gamall þegar hann stóð á milli stanganna hjá Egyptum gegn Sádi-Arabíu á HM í Rússlandi í fyrra.

Alls hefur Formiga leikið 160 landsleiki fyrir Brasilíu en hún er á mála hjá franska stórveldinu PSG.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×