Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 20:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira