Fyrstu umferð B-riðils á Heimsmeistaramótinu í fótbolta lauk með leik Spánverja og Suður-Afríku nú rétt í þessu en fyrr í dag vann Þýskaland 1-0 sigur á Kína í fyrsta leik riðilsins.
Suður-Afríka komst óvænt yfir með marki Thembi Kgatlana á 25.mínútu og héldu þær forystunni út hálfleikinn.
Raunar þurftu þær spænsku að hafa mikið fyrir því að jafna metin og kom jöfnunarmarkið ekki fyrr en á 70.mínútu þegar Jennifer Hermoso skoraði úr vítaspyrnu. Spánverjar fengu aðra vítaspyrnu á 82.mínútu þar sem VAR kom við sögu en við sama tilefni fékk Nothando Vilakazi að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Hermoso fór aftur á vítapunktinn og kom Spánverjum í 2-1. Lucia Garcia gulltryggði svo sigur Spánverja með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 3-1 fyrir Spáni.
Síðasti leikur dagsins er viðureign Noregs og Nígeríu í A-riðli og hefst hann klukkan 19:00
Þær spænsku komu til baka gegn Suður-Afríku
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn



Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn



