Trump tók sér hlé frá golfi til að hitta hóp barna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:41 Trump með nemendum og kennurum Clohanes National skólans á Írlandi. clohanes national school Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér. Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók sér hlé frá því að spila golf til að heilsa upp á skólabörn sem voru á vellinum. Hann var að spila 18 holu golf í Doonbeg á Írlandi þegar krakkarnir frá Clohanes National skólanum hittu á hann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Aideen O‘Mahony, skólastjóri Clohanes National skólans sagði morguninn hafa verið mjög spennandi, bæði fyrir nemendurna og kennarana. Trump var í opinberri heimsókn á Írlandi en hefur nú snúið aftur til Bandaríkjanna. Skólinn er mjög lítill en aðeins tveir kennarar kenna við hann og er staðsettur nálægt Doonbeg hótelinu. „Þetta var ekki skipulagt, skólinn okkar er sá næsti við golf völlinn,“ sagði O‘Mahony.Nemendur Clohanes National skólans með Trump.Clohanes National School„Við fréttum að hann væri að spila 18 holu leik svo að við ákváðum að fara að golf vellinum með krökkunum.“ „Við sáum hann labba í áttina til okkar, hann veifaði krökkunum og þau urðu mjög spennt að hann hafi veifað þeim,“ bætti hún við. Krakkarnir sungu lagið My Lovely Rose of Clare fyrir Trump áður en hann kom og heilsaði þeim. Einn nemendanna sagði Trump hafa spurt þau hvort það væru einhverjir framtíðar forsetar í hópnum og hvort þeim þætti golf skemmtilegt. Trump gisti í tvær nætur á hóteli golf vallarins sem er í hans eigu. Trump á golfvellinum í Doonbeg.Clohanes National SchoolÞegar Trump kom til Doonbeg bæjarins á miðvikudag flykktist fólk á götur hans til að bjóða hann velkominn. Þótt að Trump hafi ekki verið á neinum viðburðum sem voru opnir almenningi fóru synir hans á barrölt í Doonbeg og keyptu drykki fyrir nánast alla í bænum. Þrátt fyrir hlýjar móttökur í Doonbeg flykkist fólk á stræti Dyflinnar til að mótmæla heimsókn hans. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu þau hafa verið haldin til að sýna samstöðu með þeim sem hafa „hlotið skaða“ af stefnum Trumps. Hægt er að sjá myndband af hittingnum hér.
Bandaríkin Donald Trump Írland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira