Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 14:33 Hermenn stjórnarhersins við götuvirki í Khartoum, nærri höfuðstöðvum hersins. Vísir/EPA Afríkubandalagið hefur vikið Súdan úr bandalaginu vegna ofbeldis hersins gegn mótmælendum. Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að varaherliðsmenn hafi drepið yfir hundrað manns í vikunni en yfirvöld segja að tæplega fimmtíu hafi verið drepnir. Aðgerðir súdanska hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir torgi við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni Khartoum undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur og drápu nokkra. Félagar í vopnaðri sveit hliðhollri stjórnarhernum eru síðan sagðir hafa farið um borgina og drepið mótmælendur. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að borgarleg stjórn taki vil landinu af herforingjastjórn tók við völdum eftir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti forseta í apríl. Afríkubandalagið tekur undir þá kröfu og hótar súdönskum stjórnvöldum frekari aðgerðum verði þau ekki við henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákvörðun bandalagsins var tekin samhljóða á neyðarfundi í Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, formaður framkvæmdastjórnar Afríkubandalagsins, krafðist tafarlausrar og gegnsærrar rannsóknar á drápum hersins á mótmælendum á mánudag. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, heldur til Khartoum á morgun til að reyna að miðla málum á milli hersins og stjórnarandstöðunnar. Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Afríkubandalagið hefur vikið Súdan úr bandalaginu vegna ofbeldis hersins gegn mótmælendum. Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að varaherliðsmenn hafi drepið yfir hundrað manns í vikunni en yfirvöld segja að tæplega fimmtíu hafi verið drepnir. Aðgerðir súdanska hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir torgi við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni Khartoum undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur og drápu nokkra. Félagar í vopnaðri sveit hliðhollri stjórnarhernum eru síðan sagðir hafa farið um borgina og drepið mótmælendur. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að borgarleg stjórn taki vil landinu af herforingjastjórn tók við völdum eftir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti forseta í apríl. Afríkubandalagið tekur undir þá kröfu og hótar súdönskum stjórnvöldum frekari aðgerðum verði þau ekki við henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákvörðun bandalagsins var tekin samhljóða á neyðarfundi í Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, formaður framkvæmdastjórnar Afríkubandalagsins, krafðist tafarlausrar og gegnsærrar rannsóknar á drápum hersins á mótmælendum á mánudag. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, heldur til Khartoum á morgun til að reyna að miðla málum á milli hersins og stjórnarandstöðunnar.
Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26
Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17