Sumarspá Siggu Kling – Hrúturinn: Búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum Sigga Kling skrifar 7. júní 2019 09:00 Elsku Hrúturinn minn, þú ert með svo stuttan þráð og svo skelegg persóna sem vilt bara drífa hlutina af og í þessum ham geturðu tekið rangar ákvarðanir og lent í vandræðum, en eins fljótt og það getur gerst vipparðu þér útúr þeim því þú ert jafn snöggur til að leita sátta og nennir engu veseni. Það er ógjörningur að temja þig og ef aðrir halda þeir hafi þig í vasanum þá vaða þeir í villu og svíma. Þú færð svo mikinn kraft þegar þú finnur þér markmið, þarft að vera í fjölbreyttri vinnu og ráða tíma þínum sjálfur, því þá verður þú eins og elding og færð þann einstaka kraft að efla sjálfan þig og aðra til dáða. Í sumar nærðu mestum árangri í því að nota lipurð, elskulegheit og að gefa eftir, í því felst friður þinn og frelsi. Ekki vera of hreinskilinn, það getur verið svo hundleiðinlegt, svo ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu bara þegja, þessi setning var skrifuð á vegg hjá fyrirtæki hér í bæ og nafn mitt undir. Þó þú vitir hvað er rétt skaltu frekar bíða með að segja það, því rétti tíminn er ekki núna. Þú ert búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum, en alveg eins og hendi væri veifað muntu koma þér á rétta braut. Þetta sumar verður svo sannarlega til þess að sýna þér hvað skiptir helstu máli, og þú munt sópa út og hreinsa til í kringum þig, og raða lífinu upp á nýtt. Það gæti orðið mikið uppgjör hjá þér sem verður partur af hreinsuninni sem hófst fyrir tveimur mánuðum og þú verður svo sannarlega ánægður að hafa látið til skarar skríða. Þú mátt gera miklar kröfur í ástinni, því þér leiðist svo meðalmennskan og elskar ævintýri, svo þú skalt reyna að sameina ástina og ævintýrin og þá verður útkoman töfrum líkast. Kossar og knús, Sigga Kling.Hrútur 22. mars - 19. aprílHera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl Anna Svava Knútsdóttir leikkona, 31. mars Elton John söngvari, 25. mars Salka Sól , 18. apríl Berglind Pétursdóttir festival, 2. apríl Bríet Ísis, tónlistarkona, 22. mars Lady Gaga, söng- og leikkona, 28. mars Aretha Franklin, söngkona, 25. mars Victoria Beckham, kryddpía, 17. apríl Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn, þú ert með svo stuttan þráð og svo skelegg persóna sem vilt bara drífa hlutina af og í þessum ham geturðu tekið rangar ákvarðanir og lent í vandræðum, en eins fljótt og það getur gerst vipparðu þér útúr þeim því þú ert jafn snöggur til að leita sátta og nennir engu veseni. Það er ógjörningur að temja þig og ef aðrir halda þeir hafi þig í vasanum þá vaða þeir í villu og svíma. Þú færð svo mikinn kraft þegar þú finnur þér markmið, þarft að vera í fjölbreyttri vinnu og ráða tíma þínum sjálfur, því þá verður þú eins og elding og færð þann einstaka kraft að efla sjálfan þig og aðra til dáða. Í sumar nærðu mestum árangri í því að nota lipurð, elskulegheit og að gefa eftir, í því felst friður þinn og frelsi. Ekki vera of hreinskilinn, það getur verið svo hundleiðinlegt, svo ef þú hefur ekkert gott að segja skaltu bara þegja, þessi setning var skrifuð á vegg hjá fyrirtæki hér í bæ og nafn mitt undir. Þó þú vitir hvað er rétt skaltu frekar bíða með að segja það, því rétti tíminn er ekki núna. Þú ert búinn að koma þér í svolitla klemmu út af aðstæðum, en alveg eins og hendi væri veifað muntu koma þér á rétta braut. Þetta sumar verður svo sannarlega til þess að sýna þér hvað skiptir helstu máli, og þú munt sópa út og hreinsa til í kringum þig, og raða lífinu upp á nýtt. Það gæti orðið mikið uppgjör hjá þér sem verður partur af hreinsuninni sem hófst fyrir tveimur mánuðum og þú verður svo sannarlega ánægður að hafa látið til skarar skríða. Þú mátt gera miklar kröfur í ástinni, því þér leiðist svo meðalmennskan og elskar ævintýri, svo þú skalt reyna að sameina ástina og ævintýrin og þá verður útkoman töfrum líkast. Kossar og knús, Sigga Kling.Hrútur 22. mars - 19. aprílHera Björk Þórhallsdóttir söngkona, 29. mars Björgvin Halldórsson söngvari, 16. apríl Kári Stefánsson vísindamaður, 6. apríl Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, 15. apríl Anna Svava Knútsdóttir leikkona, 31. mars Elton John söngvari, 25. mars Salka Sól , 18. apríl Berglind Pétursdóttir festival, 2. apríl Bríet Ísis, tónlistarkona, 22. mars Lady Gaga, söng- og leikkona, 28. mars Aretha Franklin, söngkona, 25. mars Victoria Beckham, kryddpía, 17. apríl Leonardo da Vinci, listamaður, 15. apríl
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira