Hope Solo: Karlremban er rótgróin innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 11:00 Hope Solo er einn besti markvörður sögunnar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira