Xi segir Pútín sinn albesta vin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Leiðtogunum tveimur kom afar vel saman á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira