(Lækkun) og hækkun – en samt besta verð? Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar