Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:15 Kristján Loftsson forstjóri Hvals. Fréttablaðið/AntonBrink Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Alls hagnaðist Hvalur um 14,1 milljarð króna í fyrra. Sem kunnugt er seldi Vogun, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus sem er í eigu Kristjáns og fjölskyldu, samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna en kaupandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Eigið fé Hvals var 26,5 milljarðar króna í lok septembermánaðar í fyrra, í kjölfar sölunnar í HB Granda, en til samanburðar stóð það í 17,3 milljörðum króna á sama tíma árið 2017. Eignir félagsins voru ríflega 28,8 milljarðar króna í lok september í fyrra en þar af átti það tæpa 16,8 milljarða króna á bankainnistæðum og 7,8 milljarða króna í hlutabréfum, til að mynda í Arion banka, Hampiðjunni og Origo, að því er fram kemur í ársreikningnum. Hvalur keypti á rekstrarárinu 3,5 prósenta hlut í sjálfum sér fyrir liðlega 566 milljónir króna en í ársreikningnum er tekið fram að ástæða kaupanna hafi verið óskir tiltekinna hluthafa um að selja hlut sinn. Gengið í viðskiptunum var um 0,6 sinnum bókfært eigið fé félagsins eins og það var í lok september í fyrra. Beinn eignarhlutur forstjórans Kristjáns Loftssonar í Hval jókst úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent á síðasta rekstrarári en á móti minnkaði eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, úr 39,5 prósentum í 32,4 prósent. Stjórn Hvals leggur til að greiddur verði arður upp á 1,5 milljarða króna til hluthafa í ár, eftir því sem fram kemur í ársreikningnum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira