Landsliðsfólk þarf að borga fyrir að vera valið í landsliðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. júní 2019 09:30 Blaklandslið Íslands þurfti að standa straum af kostnaði að hluta sjálft til að komast á Smáþjóðaleikana. Mynd/ÍSÍ „Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“ Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
„Afrekssjóðurinn hefur breytt miklu, og okkar landslagi, en staðan er enn þannig að landsliðsfólk okkar þarf að greiða hluta af kostnaði við landsliðsferðir,“ segir Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, en landsliðsfólk sambandsins þurfti að standa í fjáröflun fyrir Smáþjóðaleikana sem er nýlokið í Svartfjallalandi. Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar teldi nauðsynlegt að hækka styrki til efnilegasta íþróttafólks á Suðurnesjum sem tekur þátt í landsliðsverkefnum. Kostnaður leikmanna liðanna sem taka þátt í verkefnum yngri landsliðanna í körfubolta erlendis hleypur á milljónum. En það eru ekki aðeins yngri landsliðsmenn sem þurfa að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera í landsliði. Landsliðsmenn og -konur í blaki þurftu að sinna fjáröflun til að komast á Smáþjóðaleikana. „Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá öllum hinum sérsamböndunum. En staðan hjá BLÍ er þannig að landsliðsfólk stendur undir hluta af kostnaði. Við komum til móts við okkar landsliðsfólk en auðvitað er bagalegt að A-landsliðsfólk þurfi að greiða fyrir ferðir sínar,“ segir Grétar. Ekki er búið að gera upp hvað hver landsliðsmaður þurfti að greiða. „Styrkjaleit og fjáröflun, það er töluverð vinna og tími sem fer í það, sem maður vildi að fólkið okkar nýtti frekar í að æfa íþróttina,“ bætir hann við. Afreksíþróttasjóður úthlutaði um 350 milljónum fyrir árið 2018 og hækkaði um 100 milljónir milli ára. KSÍ fékk 0 krónur fyrir síðasta ár en flestir formenn sérsambanda sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að það sé eina sérsambandið sem þurfi ekki að láta sína iðkendur borga einhvern hluta. Rekstrartekjur KSÍ námu 2,4 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi og nam rekstrarhagnaður 502 milljónum króna. Heildarkostnaður við öll landslið Íslands í fótbolta nam 1,2 milljörðum króna árið 2018. „Hjá okkur í Blaksambandinu, þá eru búin að vera mörg stór verkefni að undanförnu og sambandið hefur ekki djúpa vasa. En afreksstyrkurinn hefur breytt töluvert miklu í kringum allt starfið líka,“ segir Grétar en Blaksambandið fékk 10,5 milljónir á síðasta ári úr sjóðnum. Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir formið vera einfalt þar á bæ. Hver iðkandi borgi 45 þúsund krónur fyrir að taka þátt í erlendum mótum. Íþróttamaðurinn fær ekki reikninginn heldur félagið. „Það er svo undir íþróttafélaginu sjálfu komið hvað það gerir við reikninginn. Til dæmis í Reykjavík þá borgar ÍBR fyrir fólk í landsliðsverkefni. Það eru því 15 þúsund sem eftir standa á iðkanda. Þetta er viðráðanlegt í frjálsíþróttabransanum en auðvitað vildi maður óska að landsliðsfólk þyrfti ekki að borga.“
Birtist í Fréttablaðinu Blak Íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira