Evrópa getur ekki lengur horft í gegnum fingur sér með Katalóníu Alfred Bosch skrifar 5. júní 2019 07:00 Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar