Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:34 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna
Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55
Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15