Segja hugmyndina um nýtt flugfélag sem "treður á launafólki“ vonda hugmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 15:37 Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands gagnrýndu fyrirætlanir Skúla Mogensen harðlega í pistli sem birtist á Facebook-síðu ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12
Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15