Viðbrögð varamanna Liverpool í leikslok í Madrid sýndu hvað Klopp hefur búið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 16:00 Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster fagna með bikarinn en þeir fengu ekkert að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Harriet Lander Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira