Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 08:45 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru allir sakfelldir og hlutu fangelsisdóma í Al-Thani málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað. Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00