Tillögur um úrræði Jón Sigurðsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun