Tillögur um úrræði Jón Sigurðsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun