Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Ari Brynjólfsson skrifar 4. júní 2019 08:00 Fimm manns voru um borð í jeppa Alexanders Tikhomirov sem ók út á jarðhitasvæði í nágrenni Mývatns. Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot sitt. Fréttablaðið/Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira