Telja sennilegt að ökumaðurinn hefði bjargast hefði hann verið í bílbelti Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 15:12 Loftmynd af slysavettvangi. Leið bifreiðarinnar er merkt með gulu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Miklubraut við Skeiðarvog í nóvember 2017 var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaðurinn hefði lifað af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin setur út á ásigkomulag bifreiðarinnar sem hann ók en nefndin telur ekki útilokað að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni vegna þess að hjólabúnaður losnaði vegna ryðskemmda. Er það mat nefndarinnar að bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi sökum ryðskemmda. Mikið ryð var í undirvagni bifreiðarinnar og ummerki um að reynt hefði verið að fela ryðskemmdir með frauðplasti og plötum sem festar voru með kítti. Ryðvörn hafði svo verið úðað yfir, sennilega til að hylja ófullnægjandi viðgerð. Þá kom einnig fram að hjólabúnaður að aftanverðu var laus. Bendir nefndin á að bifreiðin í þessu slysi hafði ekki verið færð í endurskoðun og þau atriði, sem athugasemdir voru gerðar við þegar hún var færð til skoðunar tæpu hálfu ári fyrir slysið, höfðu ekki verið lagfærðar.Mynd sem rannsóknarnefndin tók af undirvagni bílsins.Vill nefndin að reglum um vanrækslugjald verði breytt því ef gjaldið er greitt en ökutækið ekki fært til skoðunar er ekki lagt á annað gjald innan sama árs. Um var að ræða Ford Transit sendibifreið sem ökumaðurinn missti stjórn á er hann ók austur Miklubraut vestan Skeiðarvogs um klukkan átta á laugardagsmorgni. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Vitni greindu frá því að rétt fyrir slysið hefði Ford sendibifreiðinni verið ekið hraðar en öðrum bifreiðum á ferð austur Miklubraut. Skyndilega hafi hún byrjað að rása á milli akreina og farið upp á miðeyju á milli akreina í gagnstæðar áttir og rekist þar á vegrið. Þar kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og á girðingu sem var á miðeyjunni á milli vegriða. Litlu mátti muna að hún hefði rekist utan í aðra bifreið.Frá vettvangi slyssins.Stöð 2Bifreiðin rann svo stjórnlaus eftir götunni og stöðvaðist á vegriði austan við gatnamótin um 120 metra frá þeim stað þar sem ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Farþegi í sendibifreiðinni greindi frá að hann hafi verið að skrifa skilaboð í síma þegar honum varð litið upp og sá að ökumaðurinn var að keyra hratt milli tveggja bifreiða og stefndi á vegriðið. Samkvæmt eiganda ökutækisins hafði ökumaðurinn tekið bifreiðina án hans vitneskju. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. Vegagerðin tók ákvörðun um að fjarlægja teinagirðingar á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið, sem settar höfðu verið upp til að hindra gangandi vegfarendur að ganga yfir götuna. Nefndin bendir á að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg ef bifreið lendir á henni. Nefndin tekur fram að Vegagerðin hafi ekki lokið því verki að fjarlægja þessar teinagirðingar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira