Sundkappinn Róbert Ísak Jónsson sem keppir fyrir hönd SH var sigursæll á Ítalíu um helgina þar sem World Series Para Swimming 2019 fór fram í Ligano.
Róbert Ísak bætti eigið Íslandsmet um helgina í 100 metra baksundi og var heilt yfir afar sigursæll á mótinu. Alls krækti Róbert í sex verðlaunapeninga, þrenn gullverðlaun, ein silfur og tvenn bronsverðlaun.
Róbert Ísak var stigahæsti fatlaði unglingurinn í heiminum í fyrra og er hann hægt og bítandi að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana sem fara fram á næsta ári.
Róbert Ísak sigursæll á Ítalíu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti






Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn
Fleiri fréttir
