Uppi á þaki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli er ekki beinlínis bygging sem almenningur virðir alla jafna fyrir sér með forvitni þótt hún sé fremur falleg. Nú hefur orðið breyting þar á því á þaki hússins má sjá ellefu fígúrur úr steyptu áli. Þarna standa þær reistar og stoltar og kalla á athygli. Þær eru sköpun listakonunnar snjöllu, Steinunnar Þórarinsdóttur, og settar upp í tilefni árs listar í almannarými. Sýningin nefnist Tákn og verurnar sem þar blasa við virka kynlausar en samt er ekki víst að allir sjái þær þannig. Á þaki fjármálaráðuneytisins kunna einhverjir að flokka þær sem fulltrúa þess karlveldis sem skóp fjármálaheiminn og leggur mikið á sig til að viðhalda og varðveita kapítalismann. Aðrir kunna að sjá þær sem áminnandi og milda gæslumenn ráðuneytis þar sem nauðsynlegt sé að sýna skynsemi og aðhald og starfa í þágu fólks en ekki sérhagsmuna. Einhverjir sjá þær kannski einungis sem skraut og aðrir sem eitthvað allt annað. En hvernig sem fólk vill túlka þessar fígúrúr á þaki fjármálaráðuneytisins þá verður því vart á móti mælt að þær eru hin mesta bæjarprýði. Þeir vegfarendur sem alla jafna eru glaðlyndir og kátir, eins og fólk á auðvitað að vera, gætu jafnvel látið eftir sér að kinka kankvíslega kolli í átt til þeirra. Listaverk eiga nefnilega sitt líf og það er enginn vandi að eiga í samskiptum við þau, þótt þau séu vitanlega án orðaskipta. Þetta vita allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem búa yfir hrifnæmi. Auðvitað ættu þessar tilkomumiklu fígúrur Steinunnar Þórarinsdóttur að fá að vera þarna á sínum stað á þakinu til frambúðar og gleðja borgarbúa og gesti höfuðborgarinnar. Þannig yrði fjármálaráðuneytið að byggingu sem setti verulegan svip á borgina og yrði til mikillar prýði. Mynd af fjármálaráðuneytinu með fígúrunum góðu kæmist í ferðamannabækur og bæklinga og erlendir ferðamenn myndu leita bygginguna uppi og stara í lotningu á þak hennar. Því miður mun þetta þó ekki verða raunin því fígurunum er gert að kveðja hinn 1. september næstkomandi, sem er vitanlega afleitt. Ef ekki er hægt að snúa þeirra ákvörðun við og gera fjármálaráðuneytið að heimili þessara fígúra þá ætti að nota hugmyndina og koma þeim eða öðrum svipuðum fyrir á stað eða stöðum sem henta. Ár listar í almannarými er fyrirtaks framtak, en það þyrfti að skila einhverju varanlegu, ekki bara útilistaverkum sem standa í einhverja mánuði og hverfa síðan. Það veitir ekkert af að prýða höfuðborgina og sannarlega er ekki verra ef það er gert á frumlegan hátt, eins og Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. Við lifum í þjóðfélagi þar sem hraðinn verður æ meiri og allir eru að flýta sér. Útilistaverk gera það að verkum að sá sem sér þau staldrar við, þótt ekki sé nema stutta stund, verður venjulega fyrir áhrifum og hrífst. Við höfum sannarlega öll gott af því að láta hrífast og dást að einhverju öðru en okkar eigin ímyndaða mikilvægi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar