Makríllinn: Nú er lag Bolli Héðinsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Óvænt innkoma makríls í íslenska landhelgi upp úr aldamótum skóp einstakt tækifæri til að láta þjóðina njóta góðs af nýrri auðlind í þjóðareigu. Því miður voru önnur sjónarmið látin ráða þegar heimildum til veiða á makrílnum var úthlutað og hefur þjóðin síðan að mestu farið á mis við þann arð sem henni ber sem eiganda auðlindarinnar. Stjórnvöld reyndu síðan að tryggja örfáum útgerðum einokun á makrílveiðum til margra ára en urðu frá að hverfa eftir að þjóðin lýsti vanþóknun sinni á fyrirætlan þeirra með þátttöku í einni víðtækustu undirskriftasöfnun seinni ára. Nú er talið að stofn makríls hafi verið vanmetinn og því megi búast við töluverðri aukningu þess sem leyfilegt verður að veiða. Enn á ný hyggjast stjórnvöld úthluta makríl með sama hætti og öðrum fiskistofnum án þess að tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum. Einmitt nú er tækifæri til að þróa aðferðir til úthlutunar sem gætu byggt á að hluta til þeirra sem veitt hafa áður og öðrum hluta sem yrði boðinn út með skilyrðum. Fréttir um vanmat á makrílstofninum gera enn frekar kleift að bjóða út a.m.k. aukningu aflaheimilda án þess að skerða á nokkurn máta það sem útgerðum hefur staðið til boða endurgjaldslítið fram að þessu. Um leið gæfist fleirum tækifæri til að taka þátt í veiðunum. Auðlindagjaldið til byggðanna. Vel má hugsa sér að þeir fjármunir sem fengjust með útboði aflaheimilda rynnu alfarið til að styrkja viðkvæmar byggðir í kringum landið eða til að bæta sveitarfélögum upp skaða af völdum loðnubrests. Nú er sagt stefna í samdrátt í efnahagslífinu. Einmitt þá er tilefni til að fjárfesta í innviðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins og því ærið tilefni til að afla tekna í því skyni með eðlilegum auðlindagjöldum. Formenn flokka á þingi eru sagðir hafa orðið sammála um tillögu um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Þar er m.a. lagt til: „Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Um gjaldtökuna segir í greinargerð með þessari tillögu: „Koma þar ýmsar leiðir til greina eins og áður var rakið. Ekki er nauðsynlegt að fjárhæð gjalds komi fram í lögum enda kann gjaldið að vera ákveðið með valferli eða útboði þar sem verð og aðrir skilmálar eru ekki fyrirfram ákveðin.“ Nú hafa valdhafar tækifæri til að sýna að eitthvað sé meint með umræddri tillögu og efna til útboða á makrílkvótum a.m.k. að hluta eins og að framan greinir. Höfundur var í hópnum sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni „Þjóðareign“ sem fram fór 2015 og kom í veg fyrir fyrirætlanir stjórnvalda um að afhenda einstökum útgerðum kvóta í makríl til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Óvænt innkoma makríls í íslenska landhelgi upp úr aldamótum skóp einstakt tækifæri til að láta þjóðina njóta góðs af nýrri auðlind í þjóðareigu. Því miður voru önnur sjónarmið látin ráða þegar heimildum til veiða á makrílnum var úthlutað og hefur þjóðin síðan að mestu farið á mis við þann arð sem henni ber sem eiganda auðlindarinnar. Stjórnvöld reyndu síðan að tryggja örfáum útgerðum einokun á makrílveiðum til margra ára en urðu frá að hverfa eftir að þjóðin lýsti vanþóknun sinni á fyrirætlan þeirra með þátttöku í einni víðtækustu undirskriftasöfnun seinni ára. Nú er talið að stofn makríls hafi verið vanmetinn og því megi búast við töluverðri aukningu þess sem leyfilegt verður að veiða. Enn á ný hyggjast stjórnvöld úthluta makríl með sama hætti og öðrum fiskistofnum án þess að tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum. Einmitt nú er tækifæri til að þróa aðferðir til úthlutunar sem gætu byggt á að hluta til þeirra sem veitt hafa áður og öðrum hluta sem yrði boðinn út með skilyrðum. Fréttir um vanmat á makrílstofninum gera enn frekar kleift að bjóða út a.m.k. aukningu aflaheimilda án þess að skerða á nokkurn máta það sem útgerðum hefur staðið til boða endurgjaldslítið fram að þessu. Um leið gæfist fleirum tækifæri til að taka þátt í veiðunum. Auðlindagjaldið til byggðanna. Vel má hugsa sér að þeir fjármunir sem fengjust með útboði aflaheimilda rynnu alfarið til að styrkja viðkvæmar byggðir í kringum landið eða til að bæta sveitarfélögum upp skaða af völdum loðnubrests. Nú er sagt stefna í samdrátt í efnahagslífinu. Einmitt þá er tilefni til að fjárfesta í innviðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins og því ærið tilefni til að afla tekna í því skyni með eðlilegum auðlindagjöldum. Formenn flokka á þingi eru sagðir hafa orðið sammála um tillögu um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Þar er m.a. lagt til: „Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Um gjaldtökuna segir í greinargerð með þessari tillögu: „Koma þar ýmsar leiðir til greina eins og áður var rakið. Ekki er nauðsynlegt að fjárhæð gjalds komi fram í lögum enda kann gjaldið að vera ákveðið með valferli eða útboði þar sem verð og aðrir skilmálar eru ekki fyrirfram ákveðin.“ Nú hafa valdhafar tækifæri til að sýna að eitthvað sé meint með umræddri tillögu og efna til útboða á makrílkvótum a.m.k. að hluta eins og að framan greinir. Höfundur var í hópnum sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni „Þjóðareign“ sem fram fór 2015 og kom í veg fyrir fyrirætlanir stjórnvalda um að afhenda einstökum útgerðum kvóta í makríl til lengri tíma.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar