Góðir hlutir gerast hægt Auður Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun