Íslenski boltinn

Þórsarar upp í 5. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs. vísir/ernir
Eftir tvo tapleiki í röð vann Þór 2-0 sigur á Þrótti R. í síðasta leik 5. umferðar Inkasso-deildar karla í dag.

Með sigrinum komust Þórsarar upp í 5. sæti deildarinnar. Þeir eru með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

Þróttarar eru hins vegar í 9. sætinu með fjögur stig. Þeir hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm deildarleikjum sínum.

Spænski framherjinn Alvaro Montejo kom Þór yfir á 32. mínútu eftir sendingu frá landa sínum, Nacho Gil. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Nacho Gil lagði einnig upp annað mark Þórs fyrir Sigurð Marinó Kristjánsson á 90. mínútu. Lokatölur 2-0, Þór í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×