Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 13:46 Hér eru Trump og Farage á kosningafundi hins fyrrnefnda árið 2016. Jonathan Bachman/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, ætti að hafa aðkomu að útgönguviðræðum Breta við Evrópusambandið. Hann segir einnig að Bretar ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa ESB án nokkurs konar útgöngusamnings. Þetta segir Trump í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times. Hann telur nálgun bresku ríkisstjórnarinnar á samningaviðræðurnar við ESB hafa gert það að verkum að sambandið hafi nú „öll spil á hendi sér.“ Nokkuð óvenjulegt þykir að forseti Bandaríkjanna tjái sig jafn mikið um stjórnarhætti bandamanna sinna á þann hátt sem Trump hefur gert upp á síðkastið, en í gær sagðist hann telja að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May, sem lætur af embætti forsætisráðherra þann 7. júní næstkomandi.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra BretlandsTrump segir Farage, sem er ötull gagnrýnandi May, hafa upp á mikið að bjóða með tilliti til samningaviðræðna við ESB og því ætti breska ríkisstjórnin að veita honum sæti við samningaborðið. „Hugsið ykkur hversu vel það myndi ganga ef það yrði gert,“ sagði forsetinn. Þá telur forsetinn að fari svo að Bretar fái ekki það sem þeim hugnast út úr viðræðum við Evrópusambandið, ættu þeir heldur að kjósa að yfirgefa sambandið án samnings. „Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, ættuð þið að ganga frá borðinu.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57
Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Samtök bresks iðnaðar segja fyrirtæki aldrei geta verið búin undir það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 31. maí 2019 08:11
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15