Arnar: Alltof margir vellir á Íslandi loðnir og holóttir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:23 Arnar var sáttur með stigið en ekki spilamennsku Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira