Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 22:07 Hannes í marki Vals fyrr í sumar. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, segir að umræða um fjarveru hans í leik Vals gegn ÍBV á dögunum hafi vegið að æru sinni. Hannes ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap Vals gegn KR í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir köstuðu frá sér 2-0 forystu en Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Hannes var ekki í markinu hjá Val um helgina en hann var meiddur á læri. Þess í stað var hann í brúðkaupi Gylfa Sigurðssonar á Ítalíu og hefur fátt annað verið rætt en hvort að Hannes hafi verið meiddur yfir höfuð. Hann svaraði fyrir þetta í kvöld. „Það stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig. Ég get lofað ykkur því. Ég verð nú bara fá að segja nokkur orð um þetta mál,“ sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.Fram kom í DV í dag að Hjörvar Hafliðason sparkspekingur hefði upplýsingar um að Hannes væri með klausu í samningi sínum við Val um að fá að fara í brúðkaupið hjá Alxöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa um helgina. Hannes segir það af og frá. „Ég meiddist í landsleiknum og það er staðreynd. Ég get gefið ykkur númer hjá öllum læknum og sjúkraþjálfurum ef þið viljið fá nánari staðfestingu á því.“ „Mer finnst helvíti ódýrt að það sé reynt að gera þessa stuttu ferð mína til Ítalíu tortryggilega með öllum mögulegum aðferðum, í æsifréttastíl, þegar ég hefði ekki einu sinni getað tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.“ „Ég get ekki orða bundist þegar ég sit undir því að ég sé að snúa baki við liðsfélögunum, ég sé að setja Óla Jó í erfiða stöðu, ég sé að gera lítið úr deildinni, ég sé að gera lítið úr félaginu mínu og að þurfa að hlusta á hlægilegar pælingar hvort Óli sé að testa hug minn og staðfestu til félagsins.“ „Í ljósi aðstæðna hvatti Óli mig til þess að fara, bað mig um að skila kveðju til Gylfa og óskaði mér góðrar skemmtunar. Ég er ekki sáttur við þessa umræðu og þarf aðeins að hugsa, því ég ætla að velja orðin mín rétt.“ „Ég myndi aldrei gera mér upp meiðsli til þess að sleppa leik og þessi umræða hefur vegið að æru minni sem íþróttamanni og hún er óásættanleg.“ Viðtalið rosalega má sjá í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00 Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18 Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45 Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. 17. júní 2019 08:00
Hannes meiddur og missir af leiknum við ÍBV Hannes Þór Halldórsson er meiddur og verður ekki með Val gegn ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardag. Þess í stað heldur hann út til Ítalíu og verður viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar. 13. júní 2019 16:18
Segja að Hannes verði í markinu gegn KR í kvöld Það er risaleikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er KR tekur á móti Valsmönnum. Hannes Þór Halldórsson er sagður snúa aftur í mark Vals eftir góða helgi við Como-vatnið á Ítalíu. 19. júní 2019 12:45
Óli Jóh: „Hef ekki hugmynd hvenær Hannes tognaði“ Ólafur Jóhannesson segist ekki vita hvenær Hannes Þór Halldórsson hafi tognað, en Hannes var ekki með Val gegn ÍBV í kvöld heldur er hann á Ítalíu. 15. júní 2019 20:34
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti