Íslenski boltinn

Stjörnumenn ekki byrjað verr síðan þeir komust aftur upp í efstu deild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn hafa misst niður forystu í síðustu tveimur leikjum.
Stjörnumenn hafa misst niður forystu í síðustu tveimur leikjum. vísir/vilhelm
Síðan Stjarnan vann sér sæti í efstu deild árið 2008 hefur liðið aldrei verið með færri stig eftir níu umferðir en í ár.

Stjarnan tapaði 1-3 fyrir Breiðabliki á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær. Stjörnumenn komust yfir með marki Ævars Inga Jóhannessonar í upphafi seinni hálfleiks en gáfu hressilega eftir um miðbik hans. Blikar gáfu í, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn.

Þetta var þriðja tap Stjörnunnar í síðustu fimm leikjum. Eftir níu leiki eru Garðbæingar með tólf stig, markatöluna 12-15 og í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Fjögur ár eru síðan Stjarnan var með jafn fá stig eftir níu umferðir. Tímabilið 2015, þegar Garðbæingar voru Íslandsmeistarar, voru þeir með tólf stig eftir níu umferðir, með mínus tvö mörk í markatölu og í 6. sæti. Þeir enduðu í því fjórða.

Stjörnumenn hafa aðeins haldið einu sinni hreinu í sumar.vísir/vilhelm
Fara þarf allt aftur til ársins 2000 til að finna verri byrjun hjá Stjörnunni í efstu deild. Þá var Stjarnan á botni deildarinnar með fimm stig eftir níu umferðir. Stjörnumenn enduðu í 9. sæti, féllu og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2009.

Á sama tíma í fyrra var Stjarnan með 16 stig í 4. sæti deildarinnar. Stjörnumenn enduðu í því þriðja en urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Stjarnan hefur skorað tíu mörkum minna en á sama tíma í fyrra og . Markatala Stjörnumanna var þá 22-13 en er 12-15 í dag. Þá hafa Garðbæingar aðeins einu sinni haldið marki sínu hreinu í sumar.

Haraldur Björnsson horfir á eftir boltanum enda í netinu eftir skot Arons Bjarnasonar.vísir/vilhelm
Gengi Stjörnunnar eftir níu umferðir í efstu deild síðan 2009:

2009

19 stig (2. sæti)

2010

13 stig (7. sæti)

2011

14 stig (5. sæti)

2012

16 stig (3. sæti)

2013

20 stig (3. sæti)

2014

19 stig (2. sæti)

2015

12 stig (6. sæti)

2016

14 stig (5. sæti)

2017

14 stig (3. sæti)

2018

16 stig (4. sæti)

2019

12 stig (7. sæti)


Tengdar fréttir

KR fer til Noregs og mætir Molde

KR mætir gömlu lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í norska liðinu Molde í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik mætir Vaduz og Stjarnan spilar við Levadia Tallin frá Eistlandi.

Espanyol bíður Stjörnunnar í næstu umferð

Stjarnan mætir spænska liðinu Espanyol í annari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar ef liðið nær að leggja Levadia Tallinn að velli. KR og Breiðablik fara til austur Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×