Að milda niðursveifluna Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar