Ekki hægt að eyða lúpínunni sem breytir landinu varanlega Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 07:30 Lúpínubreiður setja mjög mikinn svip á Keldnaholt við Grafarvogshverfið í Reykjavík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Lúpínan er dugleg planta. Hún er skilgreind sem ágeng tegund og hún í rauninni er að breiðast út víða í borgarlandinu,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Borgarbúar hafa tekið eftir mikilli útbreiðslu lúpínu í borginni og eru skiptar skoðanir á ágæti hennar. „Ef maður lítur nokkur ár aftur í tímann má sjá að minna var af lúpínunni en núna er. Þar sem eru góð skilyrði fyrir hana hefur hún teygt sig um svona einn til tvo metra á ári. Nú þegar hún er í fullum blóma er hún áberandi, sést rosa vel,“ segir Þórólfur. Lúpínan getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á það landsvæði sem hún tekur undir sig. Svæðin breytast og verða móttækilegri fyrir öðrum gróðurtegundum en þeim sem fyrir voru. Þar sem lúpínan vex verður auðveldara að rækta gras- og blómlendi sem og skóga. Á sama tíma hverfur þar gróðurinn sem fyrr var, svo sem berjalyng. „Lúpínan í rauninni breytir landinu varanlega,“ segir Þórólfur.Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. „Hún er að breyta magurri jörð í frjósama þannig að það eru þá kostir hennar. Þar er þá til dæmis fínt að rækta skóg eða eitthvað slíkt síðar en hún náttúrulega kæfir þennan litla smágróður sem er á melum og holtum. Við viljum gjarnan halda líka í berjabrekkurnar, lyngið og smágróðurinn.“ Aðspurður um stefnu borgarinnar er kemur að útbreiðslu lúpínu segir Þórólfur að óraunhæft sé að ætla sér að eyða henni en að stefnt sé að því að halda henni í skefjum á ákveðnum svæðum. „Við þurfum að forgangsraða því hvaða svæði við tökum fyrir. Náttúruverndarsvæðin okkar eru þau svæði sem við höfum aðallega verið að horfa á. Við vildum gjarnan gera meira en til þess þarf aukinn mannafla og fjármagn,“ segir Þórólfur og bætir við að Vinnuskóli Reykjavíkur og sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun hafi tekið þátt í verkefninu. „Bæði nú í sumar og í fyrrasumar hefur vinnuskólinn tekið að sér vinnu tengda því að minnka útbreiðslu lúpínu og einnig höfum við unnið með sjálfboðaliðum frá Umhverfisstofnun af og til á undanförnum árum. Við höfum áhuga á því að gera meira, til dæmis að fara í Rauðhóla, þeir eru dæmi um svæði þar sem auðvelt er fyrir lúpínu að dreifa úr sér,“ segir Þórólfur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira