FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 23:45 Frá ferðamannabænum Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Vísir/getty Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“ Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“
Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira