Gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútubílstjóra við Þjórsá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 21:54 Hér sést að litlu mátti muna að orðið hefði árekstur þar sem rútan ekur hratt á móti fólksbílnum. Skjáskot/Facebook Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira