Batnandi heimur í hundrað ár Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir og aðrir formenn norrænna heildarsamtaka launafólks skrifa 18. júní 2019 09:15 Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi. Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga. Fjórir meginstraumar þróast samhliða; hnattvæðingin, lýðfræðilegar breytingar, tækniframfarir og loftslagsbreytingar. Áskoranir af þeirra völdum hafa ekki einungis áhrif á stefnumótun í löndunum og alþjóðlega heldur einnig á alþjóðlegar framleiðslukeðjur og vinnuaflsþörf. Auk þess þurfum við að tryggja að jörðin okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Félagslegt réttlæti og vönduð almannaþjónusta eru árangursríkustu leiðirnar til að dreifa auði, berjast gegn misrétti og greiða fyrir símenntun og jafnri þátttöku allra á vinnumarkaði. Áskoranirnar krefjast aðgerða á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla á sjálfbæra og ábyrga framleiðslu og neyslu. Þær kalla á símenntun og þjálfun fólks í að skilja og vinna með tækninýjungar sem hafa jafnvel ekki enn litið dagsins ljós. Þær kalla á ákveðið öryggi sem gerir fólki kleift að aðlaga sig að síbreytilegum vinnumarkaði. Þær kalla með öðrum orðum á sanngjörn umskipti. Nú þegar breytingar verða á líkamlegri vinnu og eftirspurnin eykst eftir færni til að leysa verkefni, vera skapandi og eiga samskipti við annað fólk vex þörfin á að styðja fólk og veita því ráðrúm til að endurnærast andlega og félagslega. Þess vegna verður ILO í framtíðinni að leggja aukna áherslu á viðfangsefni sem skapast í kjölfar nýrra starfshátta og breyttra þarfa. Þegar upp er staðið snýst málið um mannleg hugtök í margslungnum heimi: vinnutíma, aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang vinnunnar og þau samfélagslegu gildi sem við viljum að störf okkar endurspegli. Með þetta í huga hvetjum við alla félagsmenn stéttarfélaga og samstarfsfólk, stjórnmálamenn og atvinnurekendur að beita sér fyrir öflugu samráði aðila vinnumarkaðarins um allan heim og tryggja bjarta framtíð fólks og plánetunnar. Stockholm 4. juni 2019,Drífa Snædal, forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og formaður NFSÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLizette Risgaard, formaður FH í DanmörkuLars Qvistgaard, formaður Akademikerne í DanmörkuJarkko Eloranta, formaður SAK í FinnlandiAntti Palola, formaður STTK í FinnlandiJan Højgaard, formaður Samtak í FæreyjumJosef Therkildsen, formaður SIK í GrænlandiHans-Christian Gabrielsen, formaður LO í NoregiErik Kollerud, formaður YS í NoregiRagnhild Lied, formaður Unio í NoregiKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO í SvíþjóðEva Nordmark, formaður TCO í SvíþjóðGöran Arrius, formaður Saco í SvíþjóðMagnus Gissler, framkvæmdastjóri Nordens Fackliga Samorganisation, NFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan heim. ILO reis upp úr rústum fyrri heimsstyrjaldar á tímum þegar heimsbyggðin þráði frið, öryggi og stöðugleika. Hlutverk ILO var að tryggja að sú endurreisn byggði á sanngjörnum og öruggum vinnukjörum. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ILO fyrsta sérstofnunin innan samtakanna. ILO er jafnframt eina alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna sem lútir ekki aðeins stjórn ríkisstjórnanna heldur einnig verkafólks og atvinnurekenda. Allt til þessa dags er þríhliða uppbygging ILO einsdæmi innan alþjóðakerfisins. Að því leyti er hún ólík öðrum stofnunum SÞ og minnir á rétt verkafólks og almenn mannréttindi. Virkir borgarar eru forsenda lýðræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja fulltrúar almennings (verkafólks), fjármála- og efnahagsstofnana (fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins (ríkisstjórnanna) við sama borð og ræða lausnir á stórum viðfangsefnum hins daglega lífs. Segja má að þarna fari fram lýðræðisstarf í sinni einföldustu mynd sem jafnframt er undirstaða áframhaldandi starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur sýnt okkur að líkan sem byggist á þríhliða samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er þjálla og sveigjanlegra en önnur líkön þegar straumhvörf verða og við lifum svo sannarlega á tímum mikilla breytinga. Fjórir meginstraumar þróast samhliða; hnattvæðingin, lýðfræðilegar breytingar, tækniframfarir og loftslagsbreytingar. Áskoranir af þeirra völdum hafa ekki einungis áhrif á stefnumótun í löndunum og alþjóðlega heldur einnig á alþjóðlegar framleiðslukeðjur og vinnuaflsþörf. Auk þess þurfum við að tryggja að jörðin okkar verði byggileg fyrir komandi kynslóðir. Félagslegt réttlæti og vönduð almannaþjónusta eru árangursríkustu leiðirnar til að dreifa auði, berjast gegn misrétti og greiða fyrir símenntun og jafnri þátttöku allra á vinnumarkaði. Áskoranirnar krefjast aðgerða á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla á sjálfbæra og ábyrga framleiðslu og neyslu. Þær kalla á símenntun og þjálfun fólks í að skilja og vinna með tækninýjungar sem hafa jafnvel ekki enn litið dagsins ljós. Þær kalla á ákveðið öryggi sem gerir fólki kleift að aðlaga sig að síbreytilegum vinnumarkaði. Þær kalla með öðrum orðum á sanngjörn umskipti. Nú þegar breytingar verða á líkamlegri vinnu og eftirspurnin eykst eftir færni til að leysa verkefni, vera skapandi og eiga samskipti við annað fólk vex þörfin á að styðja fólk og veita því ráðrúm til að endurnærast andlega og félagslega. Þess vegna verður ILO í framtíðinni að leggja aukna áherslu á viðfangsefni sem skapast í kjölfar nýrra starfshátta og breyttra þarfa. Þegar upp er staðið snýst málið um mannleg hugtök í margslungnum heimi: vinnutíma, aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang vinnunnar og þau samfélagslegu gildi sem við viljum að störf okkar endurspegli. Með þetta í huga hvetjum við alla félagsmenn stéttarfélaga og samstarfsfólk, stjórnmálamenn og atvinnurekendur að beita sér fyrir öflugu samráði aðila vinnumarkaðarins um allan heim og tryggja bjarta framtíð fólks og plánetunnar. Stockholm 4. juni 2019,Drífa Snædal, forseti ASÍSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og formaður NFSÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLizette Risgaard, formaður FH í DanmörkuLars Qvistgaard, formaður Akademikerne í DanmörkuJarkko Eloranta, formaður SAK í FinnlandiAntti Palola, formaður STTK í FinnlandiJan Højgaard, formaður Samtak í FæreyjumJosef Therkildsen, formaður SIK í GrænlandiHans-Christian Gabrielsen, formaður LO í NoregiErik Kollerud, formaður YS í NoregiRagnhild Lied, formaður Unio í NoregiKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO í SvíþjóðEva Nordmark, formaður TCO í SvíþjóðGöran Arrius, formaður Saco í SvíþjóðMagnus Gissler, framkvæmdastjóri Nordens Fackliga Samorganisation, NFS
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar