Íslenski boltinn

Pepsi Max Mörkin: Brynjólfur heppinn að hanga inn á

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjólfur Darri ýtir Ólafi Inga Skúlasyni
Brynjólfur Darri ýtir Ólafi Inga Skúlasyni skjáskot
Brynjólfur Darri Willumsson var heppinn að hanga inni á vellinum þegar Breiðablik og Fylkir áttust við í Pepsi Max deildinni á föstudaginn.

Hegðun Brynjólfs Darra var tekin fyrir í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöldi.

„Mér fannst hann bara vera að leitast eftir því að fá rautt spjald,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðinga þáttanna.

Brynjólfur ýtti nokkuð harkalega í Ólaf Inga Skúlason, fyrirliða Fylkis, með þeim afleiðingum að Ólafur Ingi féll til jarðar. Brynjólfur fékk gult spjald fyrir.

„Þetta er bara rautt spjald, mér finnst Óli ekki vera að láta sig detta. Hann var búinn að vera með læti fyrir þetta og í knattspyrnureglunum þá er þetta bara rautt spjald.“

„Hann var mjög heppinn að vera inni á vellinum þegar 90 mínútur voru búnar,“ sagði Reynir.

Atli Viðar Björnsson sagði lappirnar hafa verið nokkuð mjúkar hjá Óla „en þetta er náttúrulega hegðun hjá Brynjólfi sem á ekki að líðast.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max Mörkin: Brynjólfur heppinn að fá ekki rautt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×