Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Fannst þetta vera dýfa

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Vísir/Daníel
Nýliðar ÍA byrjðu mótið í Pepsi Max deildinni af krafti en hafa nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Þeir töpuðu fyrir KR 1-3 á heimavelli í dag.



„Við hleyptum KR-ingunum ódýrt inn í leikinn. Við ætluðum að vera þéttari til baka og vera öflugri í vörn en það breytir ekki því að mér fannst KR fá ódýrt víti,“ sagði ósáttur Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tap hans manna gegn KR í dag.

KR fékk vítaspyrnu á 10. mínútu er Hallur Flosason braut á Kristinni Jónssyni inn í vítateig Skagamanna. Eða þannig leit Helgi Mikael, dómari leiksins, á atvikið en Jóhannes Karl er ekki sammála.

„Mér fannst þetta bara vera dýfa. Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó svo hann dæmdi leikinn heilt yfir vel. Þetta var aldrei víti og það var erfitt fyrir okkur að kyngja því og fá svo annað markið í andlitið stuttu síðar,“ sagði Jóhannes Karl sem gaf lítið fyrir að KR hefði verið búið að kortleggja sína menn.

„Við vissum að KR-ingarnir yrðu þéttir til baka. Þeir hafa verið það undanfarið og hafa ekki fengið á sig mikið á af mörkum. Við hinsvegar í heild áttum ekki góðan leik,“ sagði Jóhannes sem segir markmið liðsins ekki hafa breyst eftir frábæra gengið í upphafi tímabils né eftir þrjá tapleiki í röð á undanförnum vikum.

„Við settum okkur markmið að berjast í efri hlutanum og það hefur ekkert breyst. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Úrslitin í dag sýna að við erum ekki komnir lengra en við erum á ákveðinni vegferð og breytum ekki útaf því heldur höldum áfram,“ sagði Jóhannes Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×