Nýr Íslandsmeistari í Esjugöngu fór tólf ferðir upp og niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 12:42 Svanberg (t.h.) gekk tólf sinnum á Esjuna. Facebook Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið. Esjan Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið.
Esjan Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira