Áhorfendametið fallið og lokasýning í kvöld: „Ég held að Elly verði alltaf nálægt manni“ Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 12:30 Elly er orðin vinsælasta sýning Borgarleikhússins frá upphafi. Borgarleikhúsið Í kvöld fer fram lokasýning á sýningunni Elly sem hefur vægast sagt slegið í gegn í Borgarleikhúsinu. Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. Upphaflega var sýningin sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins en þegar allar sýningarnar seldust upp á mettíma varð ljóst að færa þurfti sýninguna á stærra svið og hefur hún verið sýnd á Stóra sviðinu frá því í ágúst 2017. Sýningin er orðin sú sýning sem hefur verið sýnd oftast í leikhúsinu og hefur hún slegið áhorfendamet en fjöldi áhorfenda mun fara upp í 104.446 eftir lokasýninguna í kvöld. Sýningin hefur verið tilnefnd til átta Grímuverðlauna og unnið tvenn. Höfundar leikritsins eru þeir Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson og er sá síðarnefndi einnig leikstjóri sýningarinnar. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellyar í sýningunni og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna í sýningunni en með önnur hlutverk fara þau Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.Katrín Halldóra segir það vera ljúfsárt að kveðja Elly.Grímur BjarnasonEins og lítill tímaflakkari sem talar til fólks Katrín Halldóra segir það vera skrítna tilfinningu að kveðja sýninguna. Hún sé spennt fyrir kvöldinu en á sama tíma sé hópurinn að klára ótrúlegt ævintýri saman. „Ég er eiginlega bara við það að fara að gráta,“ segir Katrín Halldóra í samtali við Vísi. Hópurinn sé svo lítill og náinn að það sé erfitt að kveðja þetta verkefni sem þau hafa unnið að miklu leyti saman. „Þetta er ferðalag sem við erum búin að eiga saman, sýningin er lítil og við bjuggum hana eiginlega öll til samferða og svo erum við búin að sýna hana í öll þessi skipti,“ segir Katrín sem vonaðist í fyrstu til þess að geta sýnt sýninguna að minnsta kosti fimmtíu sinnum og þótti það göfugt markmið. Nú eru sýningarnar orðnar 220 talsins. Katrín segist vera þakklát fyrir tímann sem Elly og segir sýninguna eiga stóran stað í hjarta sér. Það sé algjörlega einstakt að fá að vera í sýningu sem tali svona til fólks og það sé dýrmætt að finna svona sterkt fyrir viðbrögðum frá áhorfendum. „Maður finnur að maður er að gera eitthvað sem skiptir raunverulega máli því sýningin og saga Ellyar talar svo til fólks.“Sýningin hefur safnað til sín dyggum aðdáendum.Grímur BjarnasonÞað er ekki ofsögum sagt að sýningin hafi slegið í gegn en dæmi eru um að fólk hafi séð hana oftar en einu sinni og segist Katrín hafa heyrt af slíkum dæmum. Hún viti um mann sem hafi komið ellefu sinnum og hann ætli einnig að mæta á lokasýninguna. Katrín segir þó erfiðast að kveðja þennan hóp sem stendur að sýningunni. Það sé svo mikill kærleikur og gleði í hópnum að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. „Við erum svo ótrúlega náinn hópur, ég kalla þetta bara hina fjölskylduna mína því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Katrín og grínast með að þau hafi eytt næstum mánuði samtals í hlutverkum sínum á sviðinu. „Ég veit alveg að þó við klárum þetta þá held ég að Elly verði alltaf nálægt manni.“ Á vef Borgarleikhússins segir að ferill sýningarinnar spanni rúmlega tvö ár og hefur sýningin verið sýnd í um það bil 37.400 mínútur, um 623 klukkustundir eða það sem samsvarar 26 sólarhringum.Hér að neðan má heyra lagið Heyr mína bæn í flutningi Katrínar Halldóru. Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í kvöld fer fram lokasýning á sýningunni Elly sem hefur vægast sagt slegið í gegn í Borgarleikhúsinu. Sýningin var frumsýnd þann 18. mars árið 2017. Upphaflega var sýningin sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins en þegar allar sýningarnar seldust upp á mettíma varð ljóst að færa þurfti sýninguna á stærra svið og hefur hún verið sýnd á Stóra sviðinu frá því í ágúst 2017. Sýningin er orðin sú sýning sem hefur verið sýnd oftast í leikhúsinu og hefur hún slegið áhorfendamet en fjöldi áhorfenda mun fara upp í 104.446 eftir lokasýninguna í kvöld. Sýningin hefur verið tilnefnd til átta Grímuverðlauna og unnið tvenn. Höfundar leikritsins eru þeir Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson og er sá síðarnefndi einnig leikstjóri sýningarinnar. Katrín Halldóra Sigurðardóttir fer með hlutverk Ellyar í sýningunni og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína sem söngkonan sáluga. Björgvin Franz Gíslason leikur Ragga Bjarna í sýningunni en með önnur hlutverk fara þau Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.Katrín Halldóra segir það vera ljúfsárt að kveðja Elly.Grímur BjarnasonEins og lítill tímaflakkari sem talar til fólks Katrín Halldóra segir það vera skrítna tilfinningu að kveðja sýninguna. Hún sé spennt fyrir kvöldinu en á sama tíma sé hópurinn að klára ótrúlegt ævintýri saman. „Ég er eiginlega bara við það að fara að gráta,“ segir Katrín Halldóra í samtali við Vísi. Hópurinn sé svo lítill og náinn að það sé erfitt að kveðja þetta verkefni sem þau hafa unnið að miklu leyti saman. „Þetta er ferðalag sem við erum búin að eiga saman, sýningin er lítil og við bjuggum hana eiginlega öll til samferða og svo erum við búin að sýna hana í öll þessi skipti,“ segir Katrín sem vonaðist í fyrstu til þess að geta sýnt sýninguna að minnsta kosti fimmtíu sinnum og þótti það göfugt markmið. Nú eru sýningarnar orðnar 220 talsins. Katrín segist vera þakklát fyrir tímann sem Elly og segir sýninguna eiga stóran stað í hjarta sér. Það sé algjörlega einstakt að fá að vera í sýningu sem tali svona til fólks og það sé dýrmætt að finna svona sterkt fyrir viðbrögðum frá áhorfendum. „Maður finnur að maður er að gera eitthvað sem skiptir raunverulega máli því sýningin og saga Ellyar talar svo til fólks.“Sýningin hefur safnað til sín dyggum aðdáendum.Grímur BjarnasonÞað er ekki ofsögum sagt að sýningin hafi slegið í gegn en dæmi eru um að fólk hafi séð hana oftar en einu sinni og segist Katrín hafa heyrt af slíkum dæmum. Hún viti um mann sem hafi komið ellefu sinnum og hann ætli einnig að mæta á lokasýninguna. Katrín segir þó erfiðast að kveðja þennan hóp sem stendur að sýningunni. Það sé svo mikill kærleikur og gleði í hópnum að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum. „Við erum svo ótrúlega náinn hópur, ég kalla þetta bara hina fjölskylduna mína því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Katrín og grínast með að þau hafi eytt næstum mánuði samtals í hlutverkum sínum á sviðinu. „Ég veit alveg að þó við klárum þetta þá held ég að Elly verði alltaf nálægt manni.“ Á vef Borgarleikhússins segir að ferill sýningarinnar spanni rúmlega tvö ár og hefur sýningin verið sýnd í um það bil 37.400 mínútur, um 623 klukkustundir eða það sem samsvarar 26 sólarhringum.Hér að neðan má heyra lagið Heyr mína bæn í flutningi Katrínar Halldóru.
Leikhús Menning Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir „Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15 Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“ Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar. 9. febrúar 2019 07:15
Gáfum allt í Elly Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. 7. apríl 2017 16:30