Íslenski boltinn

Sjáðu markaveisluna úr leikjum kvöldsins í Pepsi Max-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lennon tryggði FH stig gegn Stjörnunni.
Lennon tryggði FH stig gegn Stjörnunni. vísir/vilhelm
Fjórtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Fylkir gerði sér lítið fyrir og vann 4-3 sigur á toppliði Breiðabliks í Árbænum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Fylkismenn sem eru komnir upp í 4. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð.

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Kaplakrika. Stjörnumenn komust 0-2 yfir með tveimur mörkum Hilmars Árna Halldórssonar en FH-ingar jöfnuðu með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Steven Lennon, sem var í byrjunarliði FH í fyrsta sinn í sumar, skoraði jöfnunarmarkið á 70. mínútu.

Þá bar Víkingur R. sigurorð af HK, 2-1, í vígsluleik nýja gervigrasvallarins í Víkinni. Þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni í sumar.

Mörkin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Fylkir 4-3 Breiðablik
Klippa: Fylkir 4-3 Breiðablik
 

FH 2-2 Stjarnan
Klippa: FH 2-2 Stjarnan
 

Víkingur R. 2-1 HK
Klippa: Víkingur R. 2-1 HK
 


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Mjög lélegt af dómara leiksins

Rúnari Páli Sigmundssyni var heitt í hamsi þegar leikur FH og Stjörnunnar var flautaður af með 2-2 jafntefli. Hann var ekki sáttur með dómara leiksins og fannst hans menn hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins.

Valdimar: Helgi mun sjá eftir þessu

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Fylkir vann Breiðablik, 4-3, í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×