Íslenski boltinn

Sölvi Geir: Þetta var æðislegur dagur

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Sölvi vinnur skallaeinvígi.
Sölvi vinnur skallaeinvígi. vísir/daníel þór
„Loksins kom sigurinn. Erum búnir að vera ógeðslega nálægt því nokkrum sinnum í sumar og áttum þetta fyllilega skilið í lokin,“ sagði kátur Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, eftir fyrsta sigur félagsins í sumar.

Leikurinn endaði 2-1 Víkingum í vil en HK-ingar settu drjúga pressu á lokamínútunum og áttu skot sem fór í slána í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki.

„Stundum er þetta sláin inn og stundum sláin út. Finnst þetta hafi verið rétt úrslit þegar hann flautaði til leiksloka. Unnum vel fyrir þessu í kvöld,“ sagði Sölvi sem segir að sigurleysið hafi vissulega haft einhver áhrif á leikmenn Víkinga en þetta var áttundi leikur liðsins í deildinni í sumar.

„Það er ekki frábært að mæta á æfingu daginn eftir að missa sigur á síðustu sekúndunum. En við höfum ætlað okkur þetta í sumar og höfum átt helling inn í t.d. fjóru jafnteflunum sem við gerðum fyrir,“ sagði Sölvi sem getur örugglega notið sólarinnar í Reykjavík betur núna þegar fyrsti sigurinn er loksins kominn.

„Þetta var æðislegur dagur. Loksins völlurinn tilbúinn, geggjuð stemmning og þrjú stig. Svona á þetta að vera og vonandi verður bara ennþá meiri stemmning í næsta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×