Fótbolti

Nýliðarnir á HM tapað öllum leikjunum með samtals 15 marka mun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamaíka hefur tapað báðum leikjunum sínum á HM og fengið á sig átta mörk.
Jamaíka hefur tapað báðum leikjunum sínum á HM og fengið á sig átta mörk. vísir/getty
Nýliðarnir á HM kvenna í Frakklandi hafa ekki riðum feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu til þessa.

Suður-Afríka, Jamaíka, Skotland og Síle hafa tapað öllum sjö leikjum sínum á HM með samtals 15 marka mun.



Suður-Afríka hefur tapað báðum leikjum sínum í B-riðli; 1-3 fyrir Spáni og 0-1 fyrir Kína.

Jamaíka hefur fengið tvo skelli í C-riðli. Jamaíska liðið tapaði 0-3 fyrir Brasilíu og 0-5 fyrir Ítalíu í gær.

Skotar eru án stiga í D-riðli eftir tvö 1-2 töp fyrir Englendingum og Japönum.

Síle tapaði 0-2 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik sínum í F-riðli. Síle mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna á sunnudaginn. Róðurinn verður væntanlega þungur fyrir þær sílesku því Bandaríkin rústuðu Tælandi, 13-0, í fyrsta leik sínum á HM.

Nýliðarnir á HM hafa aðeins skorað samtals þrjú mörk en fengið á sig 18 í sjö leikjum, eða næstum því þrjú mörk að meðaltali í leik.

Árangur nýliðanna á HM 2019:

Suður-Afríka 1-3 Spánn

Suður-Afríka 0-1 Kína

Jamaíka 0-3 Brasilía

Jamaíka 0-5 Ítalía

Skotland 1-2 England

Skotland 1-2 Japan

Síle 0-2 Svíþjóð


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×