Þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 11:26 Alls eru því sjö í gæsluvarðhaldi í tveimur óskyldum málum sem þó snúa bæði að skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn lögreglu snýr m.a. að fíkniefnamisferli og peningaþvætti, en ráðist var í þrjár húsleitir vegna þessa og var um umfangsmiklar aðgerðir að ræða. Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarnar vikur, en hinir handteknu eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglan tekur skýrt fram að málið er óskylt öðru máli sem einnig snýr að skipulagðri brotastarfsemi og hefur verið til umfjöllunar. Þar eru fjórir í gæsluvarðhaldi, þar af tveir af sakborningunum í Pólstjörnumálinu. Handtökur áttu sér stað síðustu helgi og verða þeir í gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 21. júní. Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í baráttu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir hinna dæmdu í Pólstjörnumáli sagðir grunaðir í nýju fíkniefnamáli Tveir af þeim fjórum sem nýlega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug. 13. júní 2019 20:18 Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi Ráðist var í níu húsleitir en rannsókn snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 8. júní 2019 18:04 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn lögreglu snýr m.a. að fíkniefnamisferli og peningaþvætti, en ráðist var í þrjár húsleitir vegna þessa og var um umfangsmiklar aðgerðir að ræða. Rannsókn málsins hefur staðið yfir undanfarnar vikur, en hinir handteknu eru á fertugs- og fimmtugsaldri. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglan tekur skýrt fram að málið er óskylt öðru máli sem einnig snýr að skipulagðri brotastarfsemi og hefur verið til umfjöllunar. Þar eru fjórir í gæsluvarðhaldi, þar af tveir af sakborningunum í Pólstjörnumálinu. Handtökur áttu sér stað síðustu helgi og verða þeir í gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 21. júní. Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í baráttu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir hinna dæmdu í Pólstjörnumáli sagðir grunaðir í nýju fíkniefnamáli Tveir af þeim fjórum sem nýlega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug. 13. júní 2019 20:18 Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi Ráðist var í níu húsleitir en rannsókn snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 8. júní 2019 18:04 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Tveir hinna dæmdu í Pólstjörnumáli sagðir grunaðir í nýju fíkniefnamáli Tveir af þeim fjórum sem nýlega voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, hlutu dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir rúmum áratug. 13. júní 2019 20:18
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi Ráðist var í níu húsleitir en rannsókn snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. 8. júní 2019 18:04