Klifurjurtir Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 14. júní 2019 08:45 Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Á þrítugsafmælisdegi mínum snyrti ég eyrnahárin mín í fyrsta skipti. Það var frekar einföld en sálfræðilega þrúgandi athöfn sem setti mig í umtalsverða krísu. Eftir að hafa lesið ótal hjörtum skreyttar Facebook-færslur frá eldri konum um að aldurinn sé afstæður gaf líkaminn mér skýr skilaboð um að svo sé ekki. Klifurjurtir ellinnar klöngruðust hægt en bítandi út úr eyrunum á mér og minntu mig á feigðina. Eftir að ég hafði klippt þau fann ég fyrir að þau voru strax byrjuð að vaxa aftur, hraðar en mér þótti gott. Eyrnahár voru fyrir mér eitthvað sem menn á sjötugsaldri, líkt og pabbi minn, þurfa að gefa gætur en hingað voru þau komin, langt á undan áætlun. Krísan stóð þó stutt yfir því að um kvöldið var haldin veisla þar sem vinir og vandamenn voru komnir til að fagna hrörnun minni. Mannskapurinn hafði töluvert aðrar hugmyndir en ég um hvert ég væri kominn á lífsleiðinni. Þau færðu mér gjafir, þar á meðal Nintendo-leikjatölvu og hlaupahjól. Gjafir sem gefnar eru sjö ára grunnskólabörnum. Þær hittu þó beint í mark og þótt markhópur þeirra sé ef til vill í yngri kantinum fann ég engu að síður fyrir miklum þroskakipp sem stendur enn yfir. Ég þurfti ekki á innantómum hvatningarverkfærum samfélagsmiðlanna að halda til að ljúga að mér að ég sé ekki að eldast. Ég þurfti bara staðfestingu á að það sé allt í lagi, og ég er þegar byrjaður að gúgla öflugri eyrnaklippur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar