Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni Pálmi Kormákur skrifar 14. júní 2019 10:15 Katla, Anna Svava og Laufey njóta sín í veðurblíðunni. Fréttablaðið/Stefán Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“ Neytendur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“
Neytendur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira