Íslenski boltinn

Ólsarar á toppinn | Endurkomusigur Gróttu í Safamýrinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Ejubs eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar.
Strákarnir hans Ejubs eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar. vísir/daníel
Víkingur Ó. er kominn á topp Inkasso-deildar karla eftir sigur á Fjölni, 1-3, í Grafarvoginum í kvöld. Ólsarar eru með 13 stig, líkt og Fjölnismenn, en betri markatölu. Þá á Víkingur leik til góða á Fjölni.

Sallieu Tarawallie, Martin Kuittinen og Ívar Örn Árnason skoruðu mörk Ólsara en Albert Brynjar Ingason mark Fjölnismanna.

Axel Freyr Harðarson tryggði Gróttu dramatískan sigur á Fram, 2-3, í Safamýrinni. Með sigrinum fór Grótta upp í 5. sæti deildarinnar og jafnaði Fram að stigum.

Sölvi Björnsson kom Gróttu yfir strax á 4. mínútu en Fram leiddi í hálfleik, 1-2, eftir tvö mörk frá Fred Saraiva með þriggja mínútna millibili.

Pétur Theodór Árnason jafnaði fyrir Gróttu á 84. mínútu og Axel Freyr skoraði svo sigurmark Seltirninga í uppbótartíma.

Þróttur R. gerði góða ferð til Keflavíkur og vann 1-3 sigur á heimamönnum. Þetta var þriðji sigur Þróttara í síðustu fjórum leikjum.

Daði Bergsson, Rafael Victor og Aron Þórður Albertsson skoruðu mörk Þróttar sem er í 7. sæti deildarinnar. Adam Ægir Pálsson skoraði mark Keflavíkur sem er í 6. sætinu. Keflvíkingar hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum.

Haukar komust upp úr fallsæti með sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, 1-2.

Þórður Jón Jóhannesson og Arnar Aðalgeirsson skoruðu mörk Hauka sem unnu þarna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Djorde Panic skoraði mark Mosfellinga sem eru í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.

Fyrr í kvöld vann Magni 3-2 sigur á Njarðvík.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×