Fótbolti

Vill vinna titil með Argentínu áður en hann hættir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi þekkir ekki enn hvernig tilfinningin er að vinna úrslitaleik með argentínska landsliðinu
Lionel Messi þekkir ekki enn hvernig tilfinningin er að vinna úrslitaleik með argentínska landsliðinu vísir/getty
Eftir fjórtán ára landsliðsferil hefur Lionel Messi, sem af mörgum er talinn besti leikmaður heims síðasta áratuginn, enn ekki unnið titil með Argentínu.

Argentína fer inn í hvert stórmótið á fætur öðru með mikla pressu á herðum sér, enda stjörnur í hverju rúmi í argentínska liðinu. Alltaf hafa þeir farið tómhentir heim síðustu ár.

„Ég verð að standa upp aftur, sama hversu oft ég dett,“ sagði Messi sem stígur á stokk með argentínska landsliðinu á Suður-Ameríkumótinu, Copa America, á næstu dögum.

„Þegar ég legg skóna á hilluna vil ég hafa unnið eitthvað með Argentínu.“

Síðasti titill sem Argentína vann var Suður-Ameríkumótið árið 1993. Síðan þá hefur Argentína farið fimm sinnum í úrslitaleiki, fjóra á Copa America og einn á HM. Messi spilaði í fjórum af þessum, án þess að skora mark.

Fyrsti leikur Argentínu á Copa America er við Kólumbíu á laugardaginn, 15. júní. Stöð 2 Sport sýnir alla leiki mótsins í beinni útsendingu, leikur Argentínu og Kólumbíu hefst klukkan 22:00 á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×