Tiger snýr aftur á Pebble Beach Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2019 13:00 Tiger er klár í slaginn. vísir/getty Tiger Woods hefur leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag á kunnuglegum slóðum, Pebble Beach golfvellinum í Kaliforníu, þar sem hann vakti heimsathygli sem 25 ára kylfingur árið 2000. Tiger sem er einn besti kylfingur allra tíma vantar einn sigur til að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni (82). Í ár eru nítján ár liðin síðan Tiger vann þriðja risatitil sinn á Pebble Beach þegar hann vann mótið með slíkum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Tiger var sá eini sem kom í hús að mótinu loknu undir pari vallarins og var með fimmtán högga forskot á næsta kylfing. Það reyndist kveikja í Tiger sem vann næstu þrjú risamót og var því handhafi allra risatitlanna á sama tíma. Einn helsti keppinautur Tiger er Brooks Koepka sem hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið undanfarin tvö ár. Með sigri í ár getur Koepka orðið annar maðurinn í 119 ára sögu mótsins sem vinnur þrjú ár í röð. Tiger spilar með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag á kunnuglegum slóðum, Pebble Beach golfvellinum í Kaliforníu, þar sem hann vakti heimsathygli sem 25 ára kylfingur árið 2000. Tiger sem er einn besti kylfingur allra tíma vantar einn sigur til að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni (82). Í ár eru nítján ár liðin síðan Tiger vann þriðja risatitil sinn á Pebble Beach þegar hann vann mótið með slíkum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Tiger var sá eini sem kom í hús að mótinu loknu undir pari vallarins og var með fimmtán högga forskot á næsta kylfing. Það reyndist kveikja í Tiger sem vann næstu þrjú risamót og var því handhafi allra risatitlanna á sama tíma. Einn helsti keppinautur Tiger er Brooks Koepka sem hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið undanfarin tvö ár. Með sigri í ár getur Koepka orðið annar maðurinn í 119 ára sögu mótsins sem vinnur þrjú ár í röð. Tiger spilar með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira