Akstur og aldraðir Arna Rún Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2019 18:00 Að aka bíl felur í sér frelsi og sjálfstæði að margra mati. Þegar aldurinn færist yfir geta þó verkefni sem áður voru einföld orðið krefjandi og flókin. Heilbrigðir aldraðir eru almennt góðir ökumenn og búa yfir reynslu. Þeir valda þegar á heildina er litið fáum banaslysum. Erlendar rannsóknir sýna þó að miðað við fjölda slysa á hvern ekinn kílómetra valda aldraðir mun fleiri banaslysum og verða sjálfir fyrir alvarlegri áverkum en yngri ökumenn. Ýmsar breytingar verða með hækkandi aldri. Sjón og heyrn daprast, viðbragð verður hægara auk þess sem vöðvastyrkur og samhæfing hreyfinga skerðist. Sjúkdómar eru einnig algengari, t.d. heilabilunarsjúkdómar og samhliða sjúkdómum fylgir oft aukin lyfjanotkun. Við flóknari athafnir eins og akstur verður erfiðara að viðhalda einbeitingu og athygli.Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfiSkýrar reglur gilda um veitingu ökuskírteinis og er ökumönnum gert að sanna akstursfærni sína með prófi að loknu námi. Í 48 gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, er fjallað um hverjum má veita ökuskírteini og segir þar að viðkomandi skuli sjá og heyra nægilega vel og vera að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega. Í III. viðauka við reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini er fjallað nánar um lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í viðaukanum er kveðið á um að umsækjanda skuli gert að fara í læknisskoðun ef í ljós kemur að hæfni er skert af læknisfræðilegum ástæðum. Þar er fjallað nánar um heilbrigðisskilyrði er varða sjón, heyrn, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, taugasjúkdóma, flogaveiki, geðtruflanir, nýrnasjúkdóma og áfengisnotkun, notkun ávana- og fíkniefna auk læknislyfja.Ragnheiður Halldórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir.Við 70 ára aldur þarf að endurnýja ökuréttindi og umsækjandi sem orðinn er 65 ára eða eldri þarf að framvísa læknisvottorði þegar sótt er um endurnýjun. Vottorðseyðublaðið sem er notað er takmarkað þar sem það gefur ekki nægar upplýsingar um þá andlegu og líkamlegu færni sem nauðsynleg er fyrir akstur. Taka þarf vottorðið til endurskoðunar í samræmi við gildandi reglugerð. Hérlendis er ekki til samræmt verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandaþjóða, Kanada og Bretlands í þessum efnum. Frumvarp til breytinga á umferðarlögum hefur lengi verið í smíðum og var lagt fyrir á Alþingi í vetur. Það var nýverið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og því mikilvægt að skapa umræður um framgang þessara mála einmitt nú. Við grun um heilabilunarsjúkdóm og við endurhæfingu eftir heilaskaða getur leikið vafi á akstursfærni. Aðstandendur hafa oft áhyggjur af akstri þessara einstaklinga. Vorið 2017 var stofnað þverfaglegt teymi við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) í þeim tilgangi að þróa verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Í teyminu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og öldrunarlæknar auk annarra sérfræðinga eftir þörfum. Við þróun verklags var notast við gagnreyndar aðferðir og erlendar rannsóknir. Einnig var horft til verklags í öðrum löndum og fræðsla m.a. sótt til Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.Sigrún V. Heimisdóttir sálfræðingur.Teymið hefur aðallega metið akstursfærni einstaklinga með heilabilun og þeirra sem hafa fengið heilaáföll. Flestar tilvísanir berast úr heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og minnismóttöku SAk en hafa einnig borist frá öðrum læknum og lögreglu. Matið felur í sér viðtal og skoðun öldrunarlæknis og eftir atvikum taugasálfræðilegt mat sálfræðings og færnimat hjá iðjuþjálfa. Ef þurfa þykir fer fram verklegt ökumat á vegum úti með iðjuþjálfa og ökukennara sem er í samvinnu við teymið. Teymið tekur ákvörðun um akstursfærni einstaklings með hliðsjón af niðurstöðum prófanna og ákveður hvernig eftirfylgni skuli háttað. Á árinu 2018 komu 46 einstaklingar til mats hjá ökumatsteyminu. Þar af var 25 ráðlagt að hætta akstri. Teymið kynnti drög að verklagi fyrir fagfólki á minnismóttöku á Landakoti og flutti erindi á Læknadögum 2019. Ljóst er af umræðum í kjölfarið að þörf er á frekari þróun samræmds verklags og stefnt að samvinnu við LSH um það. Verklagið hefur einnig verið kynnt fulltrúum Samgöngustofu, Embættis landlæknis og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Með þessari grein viljum við vekja almenning til umhugsunar um öryggi aldraðra í umferðinni. Margir aldraðir velta fyrir sér hvenær rétt sé að hætta akstri og mikilvægt er að jafnræðis sé gætt við mat á því. Það er til hagsbóta fyrir lækna að geta stuðst við samræmt verklag við slíkt mat. Við teljum styrk í að vinna matið þverfaglega og eftir viðurkenndum aðferðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að aka bíl felur í sér frelsi og sjálfstæði að margra mati. Þegar aldurinn færist yfir geta þó verkefni sem áður voru einföld orðið krefjandi og flókin. Heilbrigðir aldraðir eru almennt góðir ökumenn og búa yfir reynslu. Þeir valda þegar á heildina er litið fáum banaslysum. Erlendar rannsóknir sýna þó að miðað við fjölda slysa á hvern ekinn kílómetra valda aldraðir mun fleiri banaslysum og verða sjálfir fyrir alvarlegri áverkum en yngri ökumenn. Ýmsar breytingar verða með hækkandi aldri. Sjón og heyrn daprast, viðbragð verður hægara auk þess sem vöðvastyrkur og samhæfing hreyfinga skerðist. Sjúkdómar eru einnig algengari, t.d. heilabilunarsjúkdómar og samhliða sjúkdómum fylgir oft aukin lyfjanotkun. Við flóknari athafnir eins og akstur verður erfiðara að viðhalda einbeitingu og athygli.Linda Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfiSkýrar reglur gilda um veitingu ökuskírteinis og er ökumönnum gert að sanna akstursfærni sína með prófi að loknu námi. Í 48 gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, er fjallað um hverjum má veita ökuskírteini og segir þar að viðkomandi skuli sjá og heyra nægilega vel og vera að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega. Í III. viðauka við reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini er fjallað nánar um lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í viðaukanum er kveðið á um að umsækjanda skuli gert að fara í læknisskoðun ef í ljós kemur að hæfni er skert af læknisfræðilegum ástæðum. Þar er fjallað nánar um heilbrigðisskilyrði er varða sjón, heyrn, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, taugasjúkdóma, flogaveiki, geðtruflanir, nýrnasjúkdóma og áfengisnotkun, notkun ávana- og fíkniefna auk læknislyfja.Ragnheiður Halldórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir.Við 70 ára aldur þarf að endurnýja ökuréttindi og umsækjandi sem orðinn er 65 ára eða eldri þarf að framvísa læknisvottorði þegar sótt er um endurnýjun. Vottorðseyðublaðið sem er notað er takmarkað þar sem það gefur ekki nægar upplýsingar um þá andlegu og líkamlegu færni sem nauðsynleg er fyrir akstur. Taka þarf vottorðið til endurskoðunar í samræmi við gildandi reglugerð. Hérlendis er ekki til samræmt verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandaþjóða, Kanada og Bretlands í þessum efnum. Frumvarp til breytinga á umferðarlögum hefur lengi verið í smíðum og var lagt fyrir á Alþingi í vetur. Það var nýverið til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og því mikilvægt að skapa umræður um framgang þessara mála einmitt nú. Við grun um heilabilunarsjúkdóm og við endurhæfingu eftir heilaskaða getur leikið vafi á akstursfærni. Aðstandendur hafa oft áhyggjur af akstri þessara einstaklinga. Vorið 2017 var stofnað þverfaglegt teymi við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) í þeim tilgangi að þróa verklag við mat á akstursfærni aldraðra. Í teyminu starfa iðjuþjálfi, sálfræðingur og öldrunarlæknar auk annarra sérfræðinga eftir þörfum. Við þróun verklags var notast við gagnreyndar aðferðir og erlendar rannsóknir. Einnig var horft til verklags í öðrum löndum og fræðsla m.a. sótt til Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.Sigrún V. Heimisdóttir sálfræðingur.Teymið hefur aðallega metið akstursfærni einstaklinga með heilabilun og þeirra sem hafa fengið heilaáföll. Flestar tilvísanir berast úr heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og minnismóttöku SAk en hafa einnig borist frá öðrum læknum og lögreglu. Matið felur í sér viðtal og skoðun öldrunarlæknis og eftir atvikum taugasálfræðilegt mat sálfræðings og færnimat hjá iðjuþjálfa. Ef þurfa þykir fer fram verklegt ökumat á vegum úti með iðjuþjálfa og ökukennara sem er í samvinnu við teymið. Teymið tekur ákvörðun um akstursfærni einstaklings með hliðsjón af niðurstöðum prófanna og ákveður hvernig eftirfylgni skuli háttað. Á árinu 2018 komu 46 einstaklingar til mats hjá ökumatsteyminu. Þar af var 25 ráðlagt að hætta akstri. Teymið kynnti drög að verklagi fyrir fagfólki á minnismóttöku á Landakoti og flutti erindi á Læknadögum 2019. Ljóst er af umræðum í kjölfarið að þörf er á frekari þróun samræmds verklags og stefnt að samvinnu við LSH um það. Verklagið hefur einnig verið kynnt fulltrúum Samgöngustofu, Embættis landlæknis og Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Með þessari grein viljum við vekja almenning til umhugsunar um öryggi aldraðra í umferðinni. Margir aldraðir velta fyrir sér hvenær rétt sé að hætta akstri og mikilvægt er að jafnræðis sé gætt við mat á því. Það er til hagsbóta fyrir lækna að geta stuðst við samræmt verklag við slíkt mat. Við teljum styrk í að vinna matið þverfaglega og eftir viðurkenndum aðferðum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun