Reykjavíkurlistinn 25 ára Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2019 08:00 Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurlistinn var framboð félagshyggjufólks sem upphaflega kom úr fjórum mismunandi stjórnmálaflokkum. Það var ungt fólk og grasrót flokkanna sem gerði Reykjavíkurlistann að veruleika. Stjórnmálamenningin sem framboðið skapaði grundvallaðist á umræðustjórnmálum. Það reyndist styrkur en ekki veikleiki að leita lausna og samkomulags með samtali og samráði í stað valdboðs. Framboðið bauð fram og sigraði í þrennum borgarstjórnarkosningum og gjörbreytti borginni og pólitísku landslagi í landinu. Flokkarnir sem að baki voru náðu hins vegar ekki saman um sameiginlegt framboð árið 2006 og var Reykjavíkurlistinn því lagður niður án þess að tapa nokkurn tímann kosningum. Ég skora á alla sem muna árið 1994 að hugsa til baka til borgarinnar eins og hún var þá. Reykjavíkurlistinn færði borgina til nútímans. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum hans jókst hlutfall barna með leikskólapláss í Reykjavík úr 30% úr 80%. Þetta var einfaldlega bylting. Hlutur kvenna í stjórnunarstöðum óx úr 10% 1994 í 50% 2002. Launamunur kynjanna var varla til sem hugtak. Í tíð Reykjavíkurlistans var hann kortlagður og gripið til aðgerða svo hann dróst markvisst saman. Kvenfrelsi og femínismi varð sjálfsagður meginstraumur í stjórnmálunum.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á fyrsta vinnudegi. Jón G.Tómasson skrifstofustjóri tekur á móti henni.Umhverfismál fengu aukna athygli, strandlengjan var hreinsuð og hafin lagning hjólastíga. Stefnunni var sveigt frá bílaborg að grænni lífsgæðaborg. Grunnskólinn var einsetinn. Reykjavíkurlistinn kom upp skólamötuneytum með heitum mat í hverjum skóla sem þekktust ekki áður. Frístundaheimili eftir skólatíma voru stofnuð og breiddust út um alla borg. Á fáum sviðum hefur uppbyggingin verið jafn umfangsmikil og á íþróttasviðinu, hvort sem litið er á íþróttahús, gervigrasvelli, fimleikaaðstöðu eða sund. Börn voru sett í fyrsta sæti og forvarnir ungs fólk í forgang. Gríðarlegur árangur náðist. Reykjavíkurlistinn gjörbreytti þjónustu við borgarbúa, efldi velferðarþjónustu og færði hana nær íbúum með því að setja upp þjónustumiðstöðvar í öllum hverfi og stofnun hverfaráða. Með nútímavæðingu borgarinnar og gagngerri tiltekt breytti Reykjavíkurlistinn borgarkerfinu þar sem skýrum leikreglum var fylgt og fagleg vinnubrögð voru iðkuð. Gagnsæjar leikreglur og útboð komu í stað flokksskírteina. Síðast en ekki síst var grettistaki lyft í menningarmálum með Listasafni Reykjavíkur, Hörpu og eflingu menningarstofnana borgarinnar. Hnignun miðborgarinnar var snúið við, aðdráttarafl borgarinnar aukið og borgarbragurinn er orðinn alþjóðlegri. Við þessi tímamót í íslenskri stjórnmálasögu er vert að staldra við. Á þeim 25 árum frá því að Ingibjörg Sólrún tók við lyklunum að ráðhúsinu hefur Reykjavík vaxið og dafnað hraðar og er nú öflugri en nokkru sinni. Borgin hefur aldrei verið eins skemmtileg, fjölbreytt, kraftmikil og eftirsótt. Reykjavík er grænni en nokkru sinni, framsæknari og réttlátari. Þetta eigum við frumkvöðlunum sem stóðu að stofnun Reykjavíkurlistans að þakka. Til hamingju með daginn!Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun